Hudson og leyndarmálið

Hin unga Kate Hudson mun leika aðalhlutverkið í og framleiða kvikmynd gerðri eftir bókinni Can You Keep A Secret eftir Sophie Kinsella. Fjallar hún um unga framakonu sem lendir í því í flugferð einni að vélin lendir í miklum hristingi. Hún heldur að vélin sé að farast, og blaðrar ýmsum persónulegum leyndarmálum í myndarlega herramanninn við hliðina á henni. Vélin réttir sig síðan af, og þá er hún í klípu, því herramaðurinn er einmitt yfirmaður hennar. Eins og áður segir mun hún framleiða myndina í gegnum Birde Productions, framleiðslufyrirtæki sem hún á með foreldrum sínum, þeim Goldie Hawn og Kurt Russell, og verður myndin framleidd fyrir Paramount kvikmyndaverið.