Warner Bros. kvikmyndaverið er ákveðið í því að gera framhald af hinni geysivinsælu endurgerð Ocean’s Eleven. Hafa þeir þegar fengið bæði leikstjóra fyrri myndarinnar Steven Soderbergh sem og aðalleikarann George Clooney. Stefnt er að því að tökur geti hafist vorið 2004, og verið er að vinna í handritsmálum eins og er. Búið var að fá handritshöfund fyrri myndarinnar, Ted Griffin, til þess að skrifa handrit að framhaldi, en Warner var ekki hrifið af því. Þeir fengu því handritshöfundinn George Nolfi til þess að breyta handriti sem hann var búinn að skrifa sem nefndist Honor Among Thieves, í framhald af Ocean´s 11. Upphaflega átti Honor Among Thieves að vera mynd fyrir leikstjórann John Woo, en hann hefur nú snúið sér að öðrum verkefnum. Reynt verður síðan að fá alla leikara fyrri myndarinnar til þess að snúa aftur, þó óljóst sé á þessari stundu hver tólfti meðlimurinn eigi að vera.

