Ævi eiganda Playboy veldisins, Hugh Hefner, er efniviður í nýja kvikmynd sem Universal hefur fengið handritshöfundinn Scott Silver til að skrifa handritið að. Universal og Imagine Entertainment fengu réttinn að myndinni árið 1999, og hefur Silver oft hitt Hefner síðan þá til þess að undirbúa handritaskrifin. Silver skrifaði síðast handritið að 8 Mile, og það var velgengni hennar sem gerði honum kleyft að fá Universal með í dæmið.

