Grease 3??

Orðrómur hefur gengið þess efnis að þriðja myndin í Grease seríunni sé á leiðinni. Olivia Newton-John hefur látið út úr sér að hún væri til í að snúa aftur, að því gefnu að John Travolta , leikstjórinn Randal Kleiser og Bee Gees komi allir aftur líka. Bæði hefur verið rætt um útgáfu af myndinni þar sem fylgst er með þeim Sandy og Danny á fullorðinsárum, fjölskyldulífi þeirra og börnum, og hins vegar kemur einnig til greina að gera hreina endurgerð á fyrstu myndinni og fá unga og efnilega leikara til þess að fara með þessi erfiðu hlutverk. Engar opinberar yfirlýsingar hafa hins vegar verið gefnar út, aðeins að það sé verið að vinna að nýju handriti.