Framhaldið af Legally Blonde, sem nefnist Legally Blonde 2: Red, White & Blonde, hefur nú fengið leikstjóra. Nefnist hann Charles Herman-Wurmfield, og er einna þekktastur fyrir að hafa leikstýrt Kissing Jessica Stein. Sem fyrr leikur Reese Witherspoon aðalhlutverkið, ásamt því að vera einn af framleiðendum myndarinnar, og fær hún í sinn hlut litlar 15 milljónir dollara. Tökur á myndinni eiga að hefjast fyrsta nóvember.

