MGM kvikmyndaverið forkaði út 15 milljónum dollara til þess að fá Reese Witherspoon til þess að endurtaka hlutverk sitt úr kvikmyndinni Legally Blonde. Ber framhaldið heitið Legally Blonde 2: Red, White & Blonde. Ekkert er enn vitað um söguþráðinn í framhaldinu, þó gera megi ráð fyrir því að hún verði að mörgu leyti svipuð og fyrri myndin. Leikstjóri fyrri myndarinnar, Robert Luketic, vildi ekki endurtaka leikinn, og því fer nú fram dauðaleit að leikstjóra. Áætlað er að tökur á myndinni hefjist í Nóvember.

