Demi Moore í Charlie´s Angels 2?

Orðrómur gengur um að leikkonan Demi Moore ( eða Gimme More eins og hún var kölluð þegar launakröfur hennar voru sem hæstar ) sé að áforma kombakk í Hollywood með því að leika aðal glæpóninn í Charlie’s Angels 2. Hún hefur látið fara lítið fyrir sér undanfarin ár eftir skilnaðinn við Bruce Willis, og ákvað að einbeita sér að uppeldi barna þeirra hjóna. Hana langar nú greinilega aftur í hasarinn, nú þegar börnin eru orðin stálpuð, og spurningin er hvort þetta verði myndin sem skjóti henni aftur upp á stjörnuhimininn?