Eftir miklar vangaveltur fram og til baka með væntanlega Freddy VS Jason hryllingsmynd, hefur New Line loksins gefið opinbert grænt ljós á myndina. Henni verður leikstýrt af Ronnie Yu ( Bride of Chucky , The Bride With White Hair ) og tökur hefjast í september. Robert Englund mun að sjálfsögðu leika Freddy Krueger, en enn er ekki búið að ráða í hlutverk Jason ( hverjum er ekki sama? hann er alltaf með grímu hvort eð er ). Brad Renfro ( Bully ) mun síðan leika táning einn sem reynir að halda lífi meðan ófreskjurnar tvær glíma hvor við aðra.

