Hin gullfallega Catherine Zeta-Jones mun leika kvenkyns spæjara í kvikmyndinni Flint. Douglas Wick ( Gladiator ) framleiðir myndina, sem fjallar um breskan kvenkyns spæjara sem lendir í því að vera uppgötvuð meðan á verkefni stendur og barin nánast til dauða. Lýtalæknar ná að bjarga henni og smíða á hana nýtt og fallegt andlit sem hún síðan notar til þess að ná fram hefndum á illvirkjunum.

