Leikkonan unga Kate Hudson hefur látið fara lítið fyrir sér undanfarin misseri, en nú hefur hún ákveðið að taka að sér hlutverk í nýrri mynd. Nefnist hún Raising Helen, og verður leikstýrt af Gary Marshall ( The Princess Diaries ). Fjallar hún um unga konu sem er á mikilli framabraut. Ferill hennar og líf verður fyrir miklu áfalli þegar systir hennar deyr og hún neyðist til þess að taka að sér að ala upp þrjú börn hennar. Tökur á myndinni hefjast í febrúar í New York borg.

