Gamanleikarinn Rob Schneider ( The Animal ) mun leika aðalhlutverkið í gamanmyndinni Harv The Barbarian, sem leikstjórinn gamalreyndi David Zucker ( Airplane , The Naked Gun ) mun leikstýra. Myndin fjallar um villimanninn Harv, og tilraunir hans til þess að skilja sjálfan sig. Myndinni hefur verið lýst þannig að hún verði í anda Monty Python, og er ekki leiðum að líkjast. Handrit myndarinnar er skrifað af Jack Handey (gamalreyndur handritshöfundur Saturday Night Live þáttanna ) og tökur hefjast í október.

