Þriðji vinurinn fundinn

Eins og sagt var frá fyrir stuttu, þá er Clint Eastwood með kvikmyndina Mystic River í undirbúningi. Sagt var frá því að þeir Sean Penn og Kevin Bacon myndu fara með aðalhlutverkin, ásamt þriðja aðila sem enn væri óráðinn. Hann hefur nú verið fundinn, og er enginn annar en ofurtöffarinn Lawrence Fishburne. Þetta verður sem sagt fyrsta myndin sem hann leikur í, eftir að tökum á Matrix framhöldunum lýkur. Myndin fjallar um þrjá æskuvini sem hittast aftur til þess að reyna að leysa morðið á dóttur eins þeirra.