Samuel L. Jackson mun leika á móti Ashley Judd í þrillernum Blackout. Í henni leikur Judd lögreglukonu eina, sem lendir í klandri þegar allir fyrrum kærastar hennar fara að tapa tölunni. Böndin berast að henni, og verður hún að sanna að hún hafi ekki myrt þá. Jackson leikur félaga hennar í lögreglunni, sem reynir að styðja hana eftir bestu getu. Philip Kaufman ( Quills ) leikstýrir myndinni, og tökur hefjast eftir u.þ.b tvær vikur.

