Gamla brýnið Clint Eastwood er ekki dauður úr öllum æðum. Hann er með nýja mynd í undirbúningi sem nefnist Mystic River. Hún er byggð á samnefndri bók eftir Dennis Lehane, og mun Eastwood leikstýra myndinni. Myndin fjallar um þrjá æskuvini sem hittast aftur eftir langan aðskilnað til þess að reyna að leysa morðið á dóttur eins þeirra. Sean Penn, Kevin Bacon og þriðji aðili sem enn er ekki búið að ráða fara með aðalhlutverk myndarinnar. Tökur hefjast í september.

