Væntanleg kvikmynd snillingsins/leikstjórans Kevin Smith, sem ber heitið Jersey Girl, hefur laðað að sér ýmsa góða leikara. Aðalhlutverk myndarinnar eru í höndum Ben Affleck og Jennifer Lopez, en með minni hlutverk fara grínistinn sögufrægi George Carlin og nú síðast Liv Tyler. Tyler hefur áður leikið með Affleck, og úrkoman var stórslysið/stórslysamyndin Armageddon. Tökur á Jersey Girl munu líklega fara fram í Philadelphia frekar en í New Jersey því það þótti of dýrt að taka myndina upp þar. Vinna hefst að öllum líkindum í ágúst, þegar Affleck hefur lokið vinnu við Daredevil.

