Wilson slær út Jovovich og Burrows

Fyrir skömmu hætti kynbomban ítalska Monica Bellucci við að leika í kvikmyndinni The League Of Extraordinary Gentlemen af persónulegum ástæðum. Þá var sagt frá því að helst kæmu til greina í staðinn fyrir hana þær stöllur Milla Jovovich og Saffron Burrows. Nú hefur hins vegar komið í ljós að hvorug þeirra hreppti hnossið, heldur náði hin tiltölulega óþekkta Peta Wilson sér í hlutverk Mina Harker í kvikmyndinni væntanlegu. Tökur á myndinni, sem leikstýrt af Steve Norrington ( Blade ), hefjast 2. júlí næstkomandi.