Leikarinn/rapparinn Ice Cube er með nýja mynd í bígerð sem heitir Torque. Er henni lýst sem annarri útgáfu af The Fast and the Furious, nema með mótorhjólum. Í myndinni leikur hann Trey, foringja mótorhjólagengis sem lendir í miklu klandri. Warner Bros. kvikmyndaverið framleiðir myndina, og mun Jay Hernandez ( Crazy / Beautiful ) leika á móti honum.

