Chris Tucker í nýrri Pink Panther?

Leikarinn/grínistinn Chris Tucker ( Rush Hour , The Fifth Element ) á nú í viðræðum við MGM kvikmyndaverið um að leika aðalhlutverkið í fyrirhugaðri endurvakningu á hinum sígildu Pink Panther kvikmyndum. Gömlu myndirnar voru með hinum óviðjafnanlega Peter Sellers í aðalhlutverki, og lék hann hinn seinheppna Inspector Clouseau sem ekkert gat gert rétt. Það virðist kannski út í hött að hinn þeldökki Tucker eigi að koma í staðinn fyrir hann, en kannski er þetta hugsað sem einhverskonar endursköpun á persónunni. MGM hefur árum saman reynt að koma í gang framleiðslu á slíkri endurgerð, en það hefur aldrei tekist. Á tímabili leit helst út fyrir að kanadíski gamanleikarinn Mike Myers myndi leika aðalhlutverkið, en á endanum hætti hann við. Ef af samningum verður, mun leikstjórinn Ivan Reitman leikstýra myndinni.