Leikstjórinn Wolfgang Petersen ( The Perfect Storm ) mun þróa og að öllum líkindum leikstýra kvikmynd gerðri eftir hinni víðfrægu vísindaskáldsögu Ender´s Game. Orson Scott Card, höfundur bókarinnar, mun sjálfur skrifa handritið að myndinni, en hún fjallar um það hvernig geimverur eru nánast búnar að taka yfir heiminn. Örvæntingarfull stjórnvöld þjálfa ungmenni til þess að takast á við óvininn, og gera það á þann hátt að bardögunum er breytt í keppnisleik. Warner Bros. framleiðir myndina.

