Fréttamaðurinn Ferrell

Saturday Night Live grínistinn Will Ferrell mun síðar á árinu taka að sér aðalhlutverkið í gamanmyndinni Action Newsman. Í henni leikur hann fréttamanninn Ron Burgundy, afar hrokafullan, sem mætir jafnoka sínum í nýrri fréttakonu sem hlutstar ekki á vitleysuna í honum og er meira að segja með gráðu í fjölmiðlafræði! David O. Russell, sem leikstýrði hinni stórgóðu Three Kings, mun framleiða myndina en tökur á henni hefjast í september.