Meira um Runaway Jury

Runaway Jury, nýjasta myndin sem gerð er eftir skáldsögu eftir John Grisham, hefur bæði bætt við sig og tapað mannskap. Naomi Watts, sem átti svo eftirminnilegan stórleik í nýjustu kvikmynd snillingsins David Lynch, Mulholland Drive, hætti skyndilega við að leika aðalkvenhlutverkið í myndinni. Hins vegar eru stórleikararnir goðsagnakenndu, þeir félagar Dustin Hoffman og Gene Hackman báðir komnir um borð. Aðalhlutverk myndarinnar er í höndum John Cusack, en hún fjallar um lögfræðing einn sem er að reka fordæmisskapandi mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum. Hann kemst síðan að því að búið er að eiga við kviðdóminn í málinu.