Miami Vice – kvikmyndin!!?

Nei, nú er gjörsamlega nóg komið af því að gera gamla lélega sjónvarpsþætti að kvikmyndum. Botninum er náð þegar stórt nafn eins og leikstjórinn Michael Mann ( Ali , Heat ) ætlar að leikstýra nýrri kvikmynd gerðri eftir gömlu arfaslöppu sjónvarpsþáttunum um Miami Vice, sem skörtuðu smámenninu Don Johnson í aðalhlutverki. Reyndar kom Mann eitthvað að þáttunum á sínum tíma, var meðframleiðandi og leikstýrði nokkrum þáttum. Hann er hins vegar búinn að skapa sér betri feril síðan þá, og á ekki að þurfa að sökkva svona lágt. Það virðist hins vegar orðið að staðreynd, og þá er The Cosby Show það eina sem er eftir (neeeiiii!!!).