Blóðsugan Beckinsale

Kate Beckinsale ( Pearl Harbor ) er að fara að leika í kvikmyndinni Underworld sem nýliðinn Len Wiseman leikstýrir. Fjallar hún um blóðsuguna Selene, sem vingast við varúlf einn og verða þau ástfangin. Þetta er afar forboðin ást sem báðir ættbálkarnir fordæma, því eins og allir vita þá eru varúlfar og vampírur svarnir óvinir. Screen Gems framleiðslufyrirtækið framleiðir myndina, en það er dótturfyrirtæki Sony. Tökur hefjast í haust í Evrópu.