Leikarinn og fíkillinn Robert Downey Jr. mun að öllum líkindum leika aðalhlutverkið á móti Kate Hudson í kvikmyndinni Alex And Emma sem Rob Reiner mun leikstýra. Fjallar hún um rithöfund einn að nafni Alex, sem einnig er fjárhættuspilari með enga stjórn á sér, sem á í erfiðleikum með að koma frá sér næstu skáldsögu sinni. Hann ræður til sín aðstoðarmanneskju til þess að taka glósur. Hún heitir Emma og þau verða ástfangin. Handritið er skrifað af manni að nafni Jeremy Levin og er byggt á smásögu eftir Dostoevsky sem heitir The Gambler. Áður en tökur á þessari mynd hefjast mun Downey Jr. leika í The Singing Detective og Hudson í How To Lose A Guy In 10 Days.

