Næst hjá Harrison Ford

Harrison Ford er að velta fyrir sér handritinu að kvikmyndinni A Walk Among The Tombstones. Framleiðendur myndarinnar vilja endilega að hann taki að sér aðalhlutverkið, en hann er ekki enn tilbúinn til þess að binda sig. Í myndinni myndi hann leika Matthew Scudder, fyllibyttu og fyrrverandi einkaspæjara sem hjálpar eiturlyfjabarón að leita uppi konuna sína sem búið er að ræna. Þegar konan finnst síðan myrt þá hefur hann leit að mannræningjunum með hefnd í hjarta. Scott Frank ( Out of Sight ) skrifar handrit myndarinnar, og ef Ford ákveður að taka þátt þá hefjast tökur í haust.