Guillermo Del Toro fær loksins Hellboy

Leikstjórinn stórvaxni Guillermo Del Toro ( Blade II ) hefur barist fyrir því árum saman að fá að gera kvikmynd eftir myndasögunum um Hellboy eftir Mike Mignola. Eftir gott gengi Blade 2 hefur ósk hans loksins ræst. Hann hefur semsagt fengið grænt ljós á myndina, sem mun kosta dágóðan skilding. Einnig barði hann það í gegn að hinn tiltölulega óþekkti en frábæri Ron Perlman myndi leika Hellboy í myndinni. Á tímabili var talað um Vin Diesel í aðalhlutverkið, en hann er með nóg á sinni könnu. Revolution Studios framleiða myndina.