Samurai Cruise

Ofurfyrirsætan Tom Cruise er nú loksins kominn með næstu mynd sína á hreint. Nú er tökum á Minority Report lokið og ekkert því til fyrirstöðu að hefja vinnu á einhverju nýju og hafa samningar loksins tekist. Cruise mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Last Samurai sem gerist í Japan snemma á 20. öldinni. Á þeim tíma var virðing fyrir samuraiunum þverrandi í Japan. Í myndinni fylgjumst við með bandarískum liðþjálfa sem er sendur til Japan til þess að þjálfa nýjar hersveitir keisarans. Í hinum nýju hersveitum þykja samuraiarnir vera orðnir úreltir og þegar þeirra þykir ekki lengur þörf innan hersins eru þeir látnir fremja sjálfsmorð. Cruise lærir þó áður mikilvæga lexíu varðandi virðingu og heiður af þessari ævafornu stétt stríðsmanna. Handritið skrifar John Logan, en hann á heiðurinn að Gladiator handritinu, og myndinni verður leikstýrt af Ed Zwick ( Glory ).