Adam Sandler er að reyna að ákveða hver næsta mynd hans á eftir Anger Management, sem hann er að gera með Jack Nicholson, eigi að vera. Helst kemur til greina kvikmyndin Solomon Grundy. Er hún byggð á handriti eftir Robert Nelson Jacobs ( Chocolat ) sem aftur er byggt á bók eftir Dan Gooch. Handritið, sem upphaflega var skrifað með John Cusack í huga, fjallar um mann sem lifir öllu sínu lífi á einni viku. Eftir að Cusack hætti við, höfðu framleiðendur samband við Sandler til þess að sjá hvort hann hefði áhuga. Ef af myndinni verður, þá kemur Danny Boyle ( Trainspotting ) til með að leikstýra.

