Konungur apanna, Hugh Jackman ( X-Men ) leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Pride And Glory, sem er saga þriggja kynslóða lögregluþjóna í New York borg. Einn bróðirinn, Ray Farrell, rannsakar hneykslismál sem varðar lögregluna og kemst að því að bróðir hans er viðriðinn málið. Þegar hann er sjálfur sakaður um glæp sem tengist rannsókninni, verða fjölskyldumeðlimir að taka afstöðu og ákveða með hverjum þeir standi í málinu. Myndinni verður leikstýrt af Gavin O´Connor og tökur hefjast nú í febrúar.

