Universal í stórræðum

Avi Arad, forstjóri myndasöguútgefandans Marvel, á nú í viðræðum við Universal um að gera kvikmynd um Namor, prins undirdjúpanna, sem hann myndi þá framleiða. Er hann hálfur maður og hálfur frá Atlantis, og er lýst sem uppreisnarssegg sem hefur barist bæði með mannkyninu, og móti því þegar það hefur mengað sjávarríki hans. Ætlar Universal sér að gera þetta að stóru batteríi, líkt og þeir gerðu með The Mummy og The Mummy Returns, og ef af verður og vel gengur má búast við framhaldi/framhöldum síðar meir.