Stórstirnin fyrrverandi, Búddha sjálfur Richard Gere og hin sykursæta Meg Ryan ætla að rugla saman reitum í kvikmynd einni. Ber sú mynd nafnið Wedlocked, og er söguþráðurinn á þá leið að hjónabandsráðgjafi einn læsir saman hjón sem eru bæði skilnaðarlögfræðingar, með fingragildru. Þetta er gert með það í huga að það eigi að bjarga hjónabandi þeirra sem hefur víst gengið illa um skeið. Þetta hefur ófyrirsjáanlegar (og bráðfyndnar) afleiðingar í för með sér!!. Tökur ættu að hefjast fljótlega.

