Aðsóknin að Harry Potter and the Philosopher’s Stone hefur dvínað mikið úti í Bandaríkjunum, nú þegar mesti spenningurinn er liðinn hjá. Hún jafnaði met Star Wars: Phantom Menace þegar hún náði 100 milljónum dollara á aðeins fimm dögum, en nær ekki að jafna eða slá met Phantom Menace yfir að verða fljótust að ná 200 milljónum. Phantom Menace náði því á 13 dögum, en Potter nær því líklega á 15-16 dögum eins og útlitið er í dag. Það er því orðið ljóst að hún mun aldrei ná að slá met Titanic í miðasölunni, en það er 600 milljónir dollara, og líklega ekki einu sinni Phantom Menace sem endaði í 431 milljón dollara. Þá er bara að sjá til með Lord Of The Rings.

