Sean Connery og Paul Newman saman í mynd

Nýjustu fregnir herma að Sean Connery og Paul Newman komi til með að leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni Damnation Game, eftir sögu Clive Barker. Barker mun framleiða, ásamt hugsanlega Connery, en bæði Connery og Newman munu leika í myndinni á spottprís gegn hugsanlegum gróðahlut síðar ef myndin gengur vel. Í aukahlutverkum verða bæði Ed Harris og Kim Basinger. Mun áætlaður kostnaður vera um 40 milljónir dollara.