Harry Potter slær miðasölumet

Myndin Harry Potter and the Philosopher’s Stone, sem var frumsýnd fyrir vestan á föstudaginn, hefur slegið miðasölumet sem The Lost World: Jurassic Park setti á sínum tíma. Harry Potter halaði $93,5 milljónum dollara á fyrstu þremur sýningardögum sínum, en fyrra metið var $72,1 milljónir. Heitar umræður hafa verið í ganga í umræðusvæðinu hér undanfarið um hvort Potter eigi eftir að slá Titanic út og verða tekjuhæsta mynd allra tíma og af þessari stórglæsilegu byrjun að dæmi er það ekki svo langsóttur möguleiki.