Sýnishorn úr Episode 2 á næstu dögum

Lucasfilm tilkynnti það í vikunni að sýnishorn úr nýju Star Wars myndinni, Attack of the Clones, muni verða sýnt á undan Pixar myndinni Monsters, Inc. en hún er frumsýnd vestra í dag. Það er því afar líklegt að sýnishorn úr myndinni muni verða fáanlegt á netinu á næstu dögum og að sjálfsögðu mun verða að skoða það hér á Kvikmyndir.is strax og það lendir á netinu. Fylgist með…