Kevin Spacey ( American Beauty ) hyggst í bráð gera mynd um ævi söngvarans Bobby Darin. Spacey hefur sagt að hann telji Darin vera besta klúbbsöngvara sinnar kynslóðar, utan kannski Sammy Davis, og að hann finni til samkenndar með söngvaranum fræga. Darin þessi lifði hátt og dó ungur, en hann lést úr hjartabilun aðeins 37 ára gamall. Hann skildi þó eftir sig klassísk lög eins og Beyond The Sea og You´re nobody ´till somebody loves you. Spacey var að enda við að leika í K-Pax og næst er það The Shipping News. Eftir það er spurning hvort hann loksins hefjist handa við að koma þessi verkefni á koppinn, en þetta hefur verið gæluverkefnið hans í mörg ár.

