Leikstjórinn og ástmögur Madonnu, Guy Ritchie ( Snatch ) mun taka að sér að kvikmynda umsátrið um Möltu sem var síðasti stóri, blóðugi bardaginn í krossferðunum og átti sér stað árið 1565. Þessi orrusta stóð í heila fjóra mánuði, og ljóst er að það verður gríðarlegt verk fyrir Ritchie að kvikmynda þetta svo vel fari, en hann mun hefjast handa um leið og vinnu við Swept Away sem er myndin sem hann er að vinna að núna, er lokið. Verkefnið hefur enn engan titil og engir leikarar hafa enn verið nefndir til sögunnar, en talað er um að tökur hefjist snemma á næsta ári.

