Robert De Niro í Analyze That

Stórleikarinn Robert De Niro er fyrsti meðlimur kvikmyndarinnar Analyze This til þess að skrifa undir samning um að leika í framhaldinu, Analyze That. Hann fær fyrir hana hærri upphæð en hann hefur nokkurn tíma fengið áður, heilar 20 milljónir dollara og setur það hann í hæsta launaflokkinn í Hollywood. Hinir leikarar Analyze This eiga nú í samningaviðræðum um að snúa aftur, en það eru þau Billy Crystal , Liza Kudrow og leikstjórinn Harold Ramis.