Hin asíska goðsögn, Yuen Woo-Ping, sem sá um hin stórkostlegu bardagaatriði í bæði Crouching Tiger Hidden Dragon og The Matrix, og Sonny Chiba sem er frægur sverðameistari eru í þann mund að skrifa undir samninga um að sjá um hasarinn í næstu mynd leikstjórans Quentin Tarantino er nefnist Kill Bill. Í myndinni, sem skartar Uma Thurman í aðalhlutverki, er söguþráðurinn á þá leið að frábær leigumorðingi er svikinn af liði sínu og yfirmanninum Bill að nafni meðan á verkefni stendur. Hún fær skot í höfuðið og liggur í dái í fimm ár. Þegar hún rankar við sér leitar hún hefnda, finnur meðlimina í hópnum og slátrar þeim einum á fætur öðrum en geymir þó Bill þar til síðast. Ef þessir tveir menn, Woo-Ping og Chiba sjá um bardagaatriðin er erfitt að sjá hvernig svona skemmtilegur söguþráður getur orðið að einhverju öðru en frábærri mynd.

