Syndlaus Heath Ledger

Heath Ledger mun taka að sér það erfiða verkefni að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Sin Eater, undir leikstjórn Brian Helgeland en þeir unnu einmitt saman að myndinni A Knight’s Tale. Sin Eater hefur verið lýst sem rómantískum trylli með yfirnáttúrulegu ívafi og er söguþráðurinn á þá leið að ungur prestur ásamt ungri rannsóknarkonu rannsakar fundinn á líki sem er þakið trúartáknum ýmisskonar. Þetta hljómar mjög rómantískt og spennandi. Helgeland mun einnig skrifa handritið en myndin verður fjármögnuð af Fox kvikmyndaverinu.