Leikarinn Pierce Brosnan hefur tíma til þess að gera eina mynd áður en hann tekur til við að leika í Bond 20. Verður það myndin Evelyn, sem verður leikstýrt af Bruce Beresford ( Double Jeopardy ) og er hún byggð á sannsögulegum atburðum. Fjallar hún um mann að nafni Desmond Doyle sem barðist gegn írskum lögum um forræðisrétt, því hann vildi fá forræði yfir börnum sínum eftir að konan hans hafði farið frá honum. Tökur hefjast nú um miðjan október á Írlandi.

