Dreamworks er þegar búið að gefa út þá yfirlýsingu að þeir ætli sér að gera framhald af sumarsmellinum Shrek. Er það kannski ekki að furða þar sem hún hefur á aðeins 17 dögum farið yfir 150 milljón dollara markið vestra. Ekki hefur verið tilkynnt enn hvort Mike Myers , Cameron Diaz , John Lithgow eða Eddie Murphy munu aftur fara með raddirnar. Þess má geta að myndin verður frumsýnd 20. júlí hér heima á klakanum.

