Höfundur Yellowstone með mörg járn í eldinum

Taylor Sheridan, höfundur Yellowstone þáttana, er einn af uppteknustu höfundum Hollywood.

Fáir í sjónvarpsþáttagerð nú til dags vinna jafn ötullega og framleiðandinn, rithöfundurinn og leikstjórinn Taylor Sheridan. Í lok árs 2024 Kláraði Sheridan loksins hina gífurlega vinsælu vestraseríu Yellowstone, en hóf jafnframt nýja seríu með Billy Bob Thornton í aðalhlutverki, sem ber nafnið Landman. Þessu til viðbótar var önnur þáttaröð njósnaþrillerins hans, Lioness, sýnd samhliða næsta kafla glæpaþáttarins Tulsa King, með Sylvester Stallone í aðalhlutverki.

Sheridan sýnir þó engin merki um að hægja á sér. Árið 2025 hefst með annarri þáttaröð af 1923, sem er forsaga Yellowstone með Harrison Ford og Helen Mirren í aðalhlutverkum. Þar á eftir hyggst hann frumsýna nýja seríu í Yellowstone heiminum sem kallast The Madison. Þá eru sögusagnir um nýja hliðarsögu með Kelly Reilly og Cole Hauser, mögulega fjórðu þáttaröð af Mayor of Kingstown, og jafnvel kvikmynd sem sagt er að sé hjartans mál Sheridans.

Hér á eftir eru allar núverandi og væntanlegar seríur hans listaðar upp:

1923

Jacob Dutton (Harrison Ford) og eiginkona hans, Cara (Helen Mirren), verja búgarð fjölskyldunnar í þessari forsögu Yellowstone sem gerist rétt fyrir heimskreppuna.
Þau standa frammi fyrir ógn frá iðnjöfri (Timothy Dalton) og leita þ.a.l. til frænda síns, Spencer (Brandon Sklenar), eftir aðstoð. Sumir aðdáendur þáttana halda því fram að Spencer Dutton sé afi John Dutton, aðalpersónu Yellostone þáttana, leikinn af Kevin Costner. Önnur og jafnframt síðasta þáttaröð þessarar hliðarsögu var frumsýnd 23. febrúar en síðasti þáttur seinni seríunnar kom út í gær 6. apríl.

Brandon Skelnar og Julia Schaelpfer í hlutverkum Spencer Duttons og Alexandria úr þáttaröðinni 1923

The Madison

The Madison er fyrsta Yellowstone hliðarsagan sem gerist í nútímanum, þó enginn persóna með eftirnafnið Dutton komi þar við sögu.
Michelle Pfeiffer og Matthew Fox fara með hlutverk Clyburn hjónanna, sem flytja til Montana eftir fjölskylduharmleik í New York. Að öðru leyti er lítið vitað um þessa nýju seríu og Paramount hefur enn ekki tilkynnt frumsýningardag.

Beth og Rip hliðarsaga

Samkvæmt leikarunum Kelly Reilly og Cole Hauser er hliðarsaga með vinsælum persónum þeirra, Beth og Rip, í undirbúningi.
Hvort hún verði sjálfstæð sería eða sjötta þáttaröð af Yellowstone er enn óljóst. En það er líklegt að fimmta þáttaröð verði ekki síðasta skiptið sem við heyrum af Dutton fjölskyldunni.

Mayor of Kingston

Mayor of Kingstown, með Jeremy Renner í aðalhlutverki, er fyrsta serían á listanum sem er ekki hluti af Yellowstone heiminum.
Þættirnir fjalla um Mike McClusky (Renner), sáttasemjara í bænum Kingston sem reynir að halda friðinn milli fanga, fangavarða, lögreglu og glæpagengja. Sheridan skapaði seríuna ásamt fyrrverandi Yellowstone-leikaranum Hugh Dillon árið 2021. Eftir fyrstu þáttaröð tóku handritshöfundarnir og framleiðendurnir Stephen Kay, Guy Ferland og Dave Erickson við stjórnartaumunum. Nýlega var fjórða sería þáttaraðarinnar sett í gang.

Landman

Landman er nýjasta verkefni Sheridans sem hefur náð miklum vinsældum.
Billy Bob Thornton fer með hlutverk olíufyrirtækjastjórans Tommy Norris í Texas. Serían er sögð vera „vinsælasta upprunalega sería Paramount+ frá upphafi.“ Hún byggir að hluta á Boomtown hlaðvarpinu frá tímaritinu Texas Monthly, sem fjallar um samband olíufursta og harðduglegra verkamanna í Vestur-Texas. Framleiðslufyrirtækið Paramount hefur nýlega gefið grænt ljós á framhald Landman þáttana með annarri seríu.

Lioness

Lioness er án efa hraðskreiðasta sería Sheridans.
Með stórleikurum eins og Nicole Kidman, Zoe Saldaña og Morgan Freeman, fer þessi njósnasería hamförum um heiminn — frá árásum við landamæri Bandaríkjanna til alþjóðlegra hryðjuverkaógnana. Það er óvíst hversu lengi sería með svona stórum stjörnuprýddum hópi geti haldið áfram, en Sheridan sinnir enn hlutverki handritshöfundar og aðalframleiðanda.

Tulsa King

Tulsa King, með Sylvester Stallone í aðalhlutverki, segir frá fyrrverandi mafíuforingja frá New York sem er sendur til Oklahoma til að koma upp glæpasamtökum þar.
Sheridan skapaði seríuna en Terrence Winter (höfundur Boardwalk Empire) er aðalframleiðandi. Samkvæmt Deadline er Stallone að semja við Paramount um þriðju og fjórðu þáttaröð.

6666

Framtíð Yellowstone er enn í mótun.
Fyrir utan The Madison og hina meintu Beth og Rip hliðarsögu, hafa aðdáendur lengi talið að sería sem gerist á búgarðinum 6666 væri óumflýjanleg. Í lokaþætti fimmta tímabils var jafnvel gefið í skyn að sú sería væri á leiðinni með því að sýna Jimmy (Jefferson White) og Teeter (Jennifer Landon) í umhverfi hins goðsagnakennda búgarðs.

1944

Áður en Paramount kynnti The Madison, tilkynntu þeir að Sheridan væri með aðra hliðarsögu í vinnslu. Að þessu sinni 1944.
Þessi saga, á tímum heimsstyrjöldinni síðari, um Dutton fjölskylduna gæti enn verið í þróun, þó lítið hafi heyrst um verkefnið í rúmlega ár.

Empire of the Summer Moon

Empire of the Summer Moon er metnaðarfullt verkefni en Sheridan náði að tryggja sér kvikmyndaréttinn af bókinni eftir harða samkeppni.
Myndin byggir á bók S.C. Gwynne um Quanah Parker, leiðtoga Comanche-þjóðarinnar frá 1890 til 1911, og baráttu hans gegn landnámi hvítu manna. Sheridan ætlar sér að skrifa og leikstýra mynd um bókina á meðan hann heldur áfram með allar seríurnar hér að ofan.

Heimildir: https://www.esquire.com/entertainment/tv/g63422867/taylor-sheridan-tv-show-film-release-schedule-news/
https://m.imdb.com/news/ni65177987/?ref_=nm_nwr_2