Þriðja toppvika Sonic – 8.500 séð Guðaveigar

Þriðju vikuna í röð er broddgölturinn í Sonic the Hedgehog 3 á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Íslenska gamanmyndin Guðaveigar, um presta í leit að messuvíni, sækir þó í sig veðrið og kemur í humátt á eftir.

Nítján þúsund hafa séð Sonic en 8.500 hafa mætt í bíó til að sjá Guðaveigar.

Þriðja sæti listans er svo skipað vampírunum í Nosferatu, en myndin fer niður um eitt sæti á milli vikna.

Nýja myndin Den of Thieves 2 fer rakleitt í níunda sæti listans með rúmlega 500 gesti um síðustu helgi.

Sjáðu bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: