Barbie fram úr Villibráð – söluhæsta kvikmynd ársins

Kvikmyndin Barbie með þeim Margot Robbie og Ryan Gosling í aðalhlutverkum hefur farið sigurför um heim allan. Hún varð nýverið söluhæsta kvikmynd ársins hérlendis. Frá frumsýningu Barbie þann 20. júlí hefur hún nú skilað 120 milljónum króna í kassann og tekur þar með fram úr íslensku kvikmyndinni Villibráð sem hélt metinu til þessa með ríflega 115 milljóna tekjur.

„Frá fyrstu sýningu í íslenskum kvikmyndahúsum hefur Barbie unnið hug og hjörtu bíógesta með skemmtilegum söguþræði sem hefur komið mörgum á óvart, blæbrigðaríkri sviðsmynd og frábærri frammistöðu leikaranna. Þessi glæsilegi áfangi er staðfesting á því að hér sé á ferðinni mynd sem fólk verður að upplifa á hvíta tjaldinu, en Barbie hefur laðað til sín fólk af öllum kynjum og aldri og greinilegt að íslenskum bíógestum var farið að lengja eftir litríkum og spennandi tóni í tilveruna,“ segir í fréttatilkynningu frá SamFilm, dreifingaraðila Barbie.

Fæstir átt von á þessu

„Við erum virkilega ánægð að sjá þessa velgengni Barbie og ég held að fæstir hafi átt von á að Villibráð yrði slegin út sem söluhæsta kvikmynd ársins 2023, og einhver bið væri eftir eins sterkri kvikmynd og Villibráð var,“ segir Þorvaldur Árnason framkvæmdastjóri SamFilm.

„Við fundum fyrir gríðarlegri eftirvæntingu fyrir Barbie áður en hún fór í sýningar og sömuleiðis finnum við fyrir mikilli ánægju núna meðan myndin er í sýningu. Það hefur mikið borið á því að fólk geri sér glaðan dag og klæði sig upp í sitt fínastu Barbie-púss áður en það skellir sér í bíó, sem er auðvitað bara frábært, oftar en ekki er mikið stuð á stemning í húsunum í kringum sýningar á Barbie.“

Auk þess að hafa skákað Villibráð sem tekjuhæsta mynd ársins þá hefur Barbie einnig tekið fram úr Avatar: The Way of Water sem skilaði 117 milljónum í miðasölu og var til þessa, næst stærsta kvikmynd Íslandssögunnar, hvað miðasölu varðar. Barbie hefur skilað 1,3 milljörðum bandaríkjadala í miðasölu á heimsvísu.

Topp 5. söluhæstu kvikmyndir ársins 2023 á Íslandi.

Barbie – 120 milljónir

Barbie (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.8
Rotten tomatoes einkunn 88%

Barbie og Ken njóta lífsins í Barbie landi, hinum litríka og fullkomna heimi. En þegar þau fá tækifæri til að fara yfir í hina raunverulegu veröld uppgötva þau fljótt bæði gleðina og hætturnar sem felast í því að búa á meðal manna. ...

Tvenn Golden Globes verðlaun, fyrir mesta árangur í miðasölu og fyrir besta lag: What Was I Made For? eftir Billie Eilish and Finneas sem einnig fékk Óskarsverðlaunin. Tilnefnd til átta Óskarsverðlauna.

Villibráð – 115 milljónir

Villibráð (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4

Í matarboði í Vesturbænum ákveða sjö vinir að fara í stórhættulegan samkvæmisleik. Viðstaddir leggja símana á borðið og fallast á að öll símtöl og skilaboð sem berast verði deilt með samkomunni til að sanna að ekkert þeirra hafi nokkuð að fela. ...

Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson hlutu Edduverðlaun fyrir leik í aukahlutverki. Tilnefnd til níu Edduverðlauna.

Super Mario Bros Movie – 73 milljónir

The Super Mario Bros. Movie (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 59%

Píparinn Mario frá Brooklyn ferðast í gegnum Svepparíkið með prinsessunni Peach og mannlega sveppinum Toad í leit að bróður Mario, Luigi. Markmiðið er að bjarga heiminum frá hinu hrikalega eldspúandi skrímsli Bowser. ...

Oppenheimer – 69 milljónir

Oppenheimer (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.3
Rotten tomatoes einkunn 93%

Sagan af bandaríska vísindamanninum J. Robert Oppenheimer og þætti hans í þróun kjarnorkusprengjunnar....

Vann sjö Óskarsverðlaun, fyrir bestu mynd, leikstjórn, hljóð, tónlist, klippingu og kvikmyndatöku og Cillian Murphy og Downey Jr. fyrir leik. Besta mynd, besta tónlist, besti aðalleikari og besti aukaleikari (Downey Jr.) á Golden Globes.

Napóleonsskjölin – 60 milljónir

Napóleonsskjölin (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6
Rotten tomatoes einkunn 18%

Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimstyrjöld á toppi Vatnajökuls, dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af hópi manna sem skirrist einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál....

Gunnar B. Guðbjörnsson og Kristján Loðmfjörð fengu Edduverðlaun fyrir klippingu. Davíð Jón Ögmundsson, Dragos Vilcu, Árni Gestur Sigfússon og Rob Tasker fengu Edduverðlaun fyrir brellur og Heimir Sverrisson hlaut Edduverðlaun fyrir leikmynd.

Þess má geta að Barbie og Oppenheimer eru ennþá í sýningum í kvikmyndahúsum.