Bollywood endurgerir atriði úr Matrix (myndband)

Bollwyood myndir eru þekktar fyrir það að endurgera Hollywood kvikmyndir, og þá helst þessar allra stærstu og frægustu. Fyrst að fréttaheimurinn er gríðarlega rólegur þessa dagana vegna Comic-con hátíðarinnar vestanhafs þá er vert að sýna ykkur lesendum endurgert atriði úr myndinni The Matrix frá árinu 1999.

Langflestir muna eftir lobbyatriðinu þar sem einn rosalegasti byssubardagi kvikmyndasögunnar var festur á filmu. Þetta atriði lifir enn ferskt í minni margra og hefur verið spoofað á margan hátt í gegnum tíðina. Bollywood eru þó ekki að grínast, þetta er ekta atriði úr alvöru Bollywood mynd.

Þetta eldgamla myndband má sjá með því að klikka á play hér fyrir neðan.