Grátur og Fraser í nýjasta þætti Bíóbæjar

Í nýjasta þætti kvikmyndaþáttarins Bíóbæjar, sem sýndur er vikulega á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, er rætt um The Fabelmans, nýja sjálfsævisögumynd Óskarsverðlaunaleikstjórans Steven Spielberg og hversu mikið á að hafa verið grátið á settinu.

The Fabelmans (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 92%

Hálf ævisöguleg mynd sem byggist á uppvexti Steven Spielberg í Arizona á eftirstríðsárunum, þegar hann var á aldrinum sjö til átján ára gamall. Hinn ungi Sammy Fabelman kemst að ógnvænlegu fjölskylduleyndarmáli og skoðar hvernig kvikmyndirnar geta hjálpað okkur að sjá ...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd, Michelle Williams sem besta leik­kona í aðal­hlut­verki og Spielberg fyrir leikstjórn.

Gunnar Anton Guðmundsson umsjónarmaður.

Einnig er farið í saumana á The Whale eftir Darren Aronofsky þar sem Brendan Fraser leikur 300 kg. þungan kennara. Þar er einnig rætt um grátinn í bíósalnum.

The Whale (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 64%

Feiminn enskukennari sem jafnframt er offitusjúklingur reynir að endurnýja kynnin við unglingsdóttur sína....

Brendan Fraser fékk Óskarsverðlaun fyrir leik. Tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna. Ýmsar viðurkenningar á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar á meðal valin besta erlenda kvikmynd. Fimm BAFTA tilnefningar.

Í kjölfarið á þeirri umræðu er farið aðeins betur í feril Brendans en stjórnendur þáttarains, þeir Gunnar Anton og Árni Gestur eru ánægðir með að hafa fengið Fraser aftur eftir langt hlé.

Sjáðu þáttinn hér fyrir neðan: