The Dark Knight forsýningu Kvikmyndir.is lokið

Nú fyrir ekki svo löngu síðan var forsýningu Kvikmyndir.is og SAMbíóanna á stærstu mynd ársins, The Dark Knight, að ljúka. Við vonum að allir hafi skemmt sér vel, og fljótlega fara fyrstu dómarnir að fljúga inn. Það er samt sem áður ljóst að flestir verða að sofa á þessu og mynda sér skiljanlega skoðun í fyrramálið, það er klárt mál að þetta er ekki mynd sem þú meltir nokkrum mínútum eftir að þú sérð hana (fyrir mig þá geta orð varla lýst því sem ég var að eyða síðustu 2 klst. og 31 mínútu í).

Við þökkum öllum þeim sem sáu sér fært að mæta kærlega fyrir og vonumst til að sjá þá aftur í bíó á The Dark Knight á næstunni því þetta er klárlega ekki mynd sem hægt er að meta fullkomnlega eftir aðeins eitt áhorf. Við vonum að fólk hafi verið sátt við varninginn sem það fékk, en allir fengu þrívíddar Batman póstkort sem gaman er að henda uppá vegg, frímiða í bíó og enn fleiri fundu forláta lyklakippu í umslaginu sínu. Einnig gáfum við fleiri heppnum boli, derhúfur og Batman dótakalla.

Margir mættu í búningum, hvort sem það var Batman bolur, peysa eða sem fullklæddur Jóker þá erum við gríðarlega sáttir með öll þau framlög. Einn mætti sem fullklæddur Jóker og hreppti risastóra gjafakörfu sem í var fullt af Batman varningi, m.a. bolur, Batman Begins DVD-diskur (sem er by the way uppseldur á Íslandi vegna gríðarlegrar eftirspurnar í kringum frumsýningu The Dark Knight) og síðast en ekki síst fjarstýrðan Batmobile!

Annar fékk 2.verðlaun fyrir búninginn sinn og því gjafakörfu sem innihélt fullt af Batman varningi, bol, DVD disk og Batman-dótakall.

Gríðarlega mikil gæsla var í Kringlubíó þetta kvöld og því voru
engar símar leyfðir og okkur óheimilt að taka myndir, en þið megið
búast við því að sjá einhverjar myndir í næsta tölublaði Séð & Heyrt

Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og vonum að þeir séu sáttir með umtöluðustu og stærstu mynd ársins 2008, ekki gleyma því að allir skráðir notendur geta gagnrýnt hana hér á Kvikmyndir.is.
.