Hinir ávallt hressu gagnrýnendur á Spill.com heimasíðunni hafa opinberlega gefið út vídeórýni fyrir The Dark Knight.
Það er oft mjög gaman að tékka á þessum rýnum hjá þessum mönnum, aðallega vegna þess að þeir eru ávallt mjög skrautlegir og fyndnir, og líka vegna þess að það er mjög áhugavert að horfa á teiknaða hljóðfæla.
Það sem gerir þessa rýni sérstakari en flestar aðrar er að þeir gefa allir myndinni hæstu einkunn sína (sem er nánast aldrei notuð!), sem er BETTER THAN SEX!
Það hefur komið stöku sinnum fyrir að bíómynd hjá þeim hafi fengið þessa einkunn (There will be Bloodt.d.) en aldrei hefur það gerst að fjórmenningarnir séu á einu máli.
Endilega tékkið á þessu (vídeóið er hér á forsíðunni, ásamt undirsíðu The Dark Knight), og ef að þetta vekur forvitni ykkar, kannið einfaldlega Spill.com síðuna og þar ættuð þið að finna ýmsa sniðuga hluti.

