Það er dottinn inn 54 sek. langur teaser fyrir Terminator: Salvation sem verður fjórða Terminator myndin í röðinni. Myndin verður frumsýnd í maí á næsta ári í Bandaríkjunum, en dagsetning hér á landi hefur ekki verið ákveðin.
Teaserinn er aðgengilegur á forsíðu Kvikmyndir.is fyrst um sinn hjá videospilaranum undir „Trailer“ eða á sama stað á undirsíðu myndarinnar hér á Kvikmyndir.is.
psst! Það er líka kominn trailer fyrir Lakeview Terrace með Samuel L. Jackson, en þar leikur Samuel brjálað nágranna! Hún verður frumsýnd á Íslandi 24.október 2008, en sá trailer er einnig aðgengilegur á undirsíðu myndarinnar hér á kvikmyndir.is

